Skip to product information
1 of 1

Havarí

Þetta er Eyja / Moses Hightower feat. Prins Póló

Þetta er Eyja / Moses Hightower feat. Prins Póló

Regular price 19.500 ISK
Regular price Sale price 19.500 ISK
Sale Sold out
Tax included. Shipping calculated at checkout.
Veggspjöld fyrir eyjaskeggja og syndaseli í tilefni af nýútkomnu lagi eftir Moses Hightower. Sérstakur gestur er Prins Póló, eða Svavar Pétur Eysteinsson heitinn, sem syngur og leikur á gítar. Þetta lag er síðasta afurð samstarfs þessara listamanna, en Moses menn gáfu með Prinsinum út lagið Maðkur í mysunni og spiluðu saman hátt í tug tónleika á árunum 2021 og 2022. 

Innrammað í Havarí, sérsmíðaður rammi með glampafríu gleri og 70% sólarvörn.

Takmarkað upplag / 100stk.

Risoprentun, prentað af Farva

Eyja


Ég þekki unglinginn í afgreiðslunni
því þetta er eyja.
Ég át sand með pabba hans einu sinni
því þetta er eyja.

Ég er fyrrverandi píparans.
Ég er kafli í sögu þinni og hans.
Ég er flís í auga náungans
á þessari eyju.

Brenndu ekki of margar brýr
búandi á eyju.
Fyrri syndir, fyrri líf
föst á sömu eyju.

Ein búðarferð er meiriháttar mál
því þetta er eyja.
Þú skuldar Pétri og þú skeist á Pál
því þetta er eyja.

Ég er fyrrverandi píparans.
Ég er kafli í sögu sérhvers manns.
Ég er flís í auga náungans
á þessari eyju.

Brenndu ekki of margar brýr
búandi á eyju.
Fyrri syndir, fyrri líf
föst á sömu eyju.

Samherjar í sandkassanum,
aflaklær á árbakkanum.

View full details