Havarí
Haustpeysa Prins Póló - prjónapakki
Haustpeysa Prins Póló - prjónapakki
Couldn't load pickup availability
Share
Haustpeysa Prins Póló fæst nú sem prjónapakki. Þú velur tvo liti af fimm af léttlopa frá Ístex og í þeirri stærð sem þú vilt (sjá litasamsetningar á mynd til hliðar). Auk þess fylgir uppskrift af kórónu.
Græni liturinn er kominn aftur! Við byrjum að afgreiða pantanir á laugardaginn. Takk fyrir þolinmæðina.
Uppskrift og garn koma í fallegum umbúðum sem hægt er að breyta í kórónu sem þú getur annað hvort sett á höfuðið eða nýtt sem geymslubox fyrir garn. Lítið veggspjald/póstkort fylgir með sem fer vel á vegg.
Verkefnið er unnið í samstarfi við Ístex og Védísi Jónsdóttur, yfirhönnuð hjá Ístex, Sæunni Þórðardóttur listrænn stjórnandi og yfirspinnari og Katrínu Björku Sigríðardóttur, yfirprjónara.
Fyrirsætur: Leikhópurinn Kriðpleir; Árni Vilhjálmsson, Friðgeir Einarsson, Ragnar Ísleifur Bragason, Lotta Ragnars og Ragnheiðardóttir, Ragnheiður Maísól Sturludóttir, Sigrún Hlín Sigurðardóttir.
Benni Hemm Hemm er búinn að semja lag fyrir verkefnið; Haustpeysan mín. Lagið verður frumflutt á Haustpeysufögnuði í Bíó paradís 29. nóvebember og þar verður einnig kynning á verkefninu.
Verkefnið er unnið í minningu Prins Póló sem elskaði íslensku ullina og fór ekki til Tene án þess að vera í ullarsokkunum! Hluti af ágóðanum rennur í Minningarsjóð Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló.
