Minningarsjóður Svavars Péturs Eysteinssonar
Svavar Pétur Eysteinsson lést 29. september 2022 eftir baráttu við krabbamein.
Svavar Pétur, sem var best þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins Póló, var fjölhæfur, hugmyndaríkur og framtakssamur tónlistarmaður, myndlistarmaður, hönnuður, matvælaframleiðandi, frumkvöðull og bóndi sem veitti fjölda fólks innblástur með verkum sínum og vinnu, hugmyndauðgi, krafti, kjarki og þor. Svavar Pétur var einn af stofnendum Havarís.
Minningarsjóðurinn er stofnaður með það að leiðarljósi að halda minningu Svavars Péturs á lofti og verður nýttur til að styðja við og styrkja skapandi fólk á ólíkum sviðum til að koma góðum hugmyndum framkvæmd.
Úthlutað verður úr sjóðnum árlega, á afmælisdegi Svavars Péturs, 26. apríl.
Þeim sem vilja styðja við sjóðinn er bent á að hægt er að millifæra á reikning 0133-26-9936 kt. 650423-2830.
Verkefni sem Minningarsjóður SPE hefur tekið þátt í:
Haustpeysa Prins Póló í samstarfi við 66°norður
https://www.66north.com/is/nordur/vorulinur/prins-polo
Hátíð hirðarinnar
https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/2023-04-26-thad-sidasta-sem-hann-bad-okkur-um-ad-gera-var-ad-halda-afram-ad-hafa-gaman
Reykjavíkur maraþon
https://www.hlaupastyrkur.is/hlaupastyrkur/godgerdamal/741-minningarsjodur-svavars-peturs-eysteinssonar
Stjórn sjóðsins skipa:
Berglind Häsler, stjórnarformaður
Elsa Þórey Eysteinsdóttir, framkvæmdastjóri
Benedikt Hermann Hermannsson
Björn Kristjánsson
Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir
Sorry, there are no products in this collection