Fjöllistakonan Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir opnaði sýningu í Havarí á dögunum. Margt var um manninn og gaman var eins og alltaf þegar Lóa er annarsvegar. Sýningin stendur fram yfir jól og henni er allskonar skemmtilegt til sölu; prentverk, málverk skúlptúrar fleira random brjálæði. Seld verk eru afhend strax og Lóa kemur svo við fyrsta tækifæri og fyllir á.
Takk fyrir komuna öll og verið velkomin þið sem komust ekki á opnunina!
Ljósmyndari: Sunna Ben