Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir opnar sýningu í Havarí

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir opnar sýningu í Havarí

Fjöllistakonan Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir opnar sýningu í Havarí, Álfheimum 6, þann 3. október næstkomandi. Sýningin stendur fram yfir jól. Verk Lóu eru þekkt fyrir að vera hressandi og ögrandi. Lóa er myndlistarkona, teiknari, myndskreytir, myndasöguhöfundur, grínhöfundur, rithöfundur, tónlistarkona og karókístjórnandi.

Á sýningunni verða til sölu prentverk, málverk, skúlptúrar og allskonar annað random brjálæði.

Lóa, sem er einnig meðlimur hljómsveitarinnar FM Belfast, hefur frá upphafi haft sterka tengingu við Havarí. FM Belfast var húsband Havarí þegar Havarí var tónleikastaður á Karlsstöðum í Berufirði. Lóa og Svavar Pétur Eysteinsson, Prins Póló, voru æskuvinir og hafði Lóa mikil áhrif á líf og list Svavars. Hún var einnig um tíma meðlimur hljómsveitarinnar Prins Póló. Lóa hefur tekið þátt í samsýningum í Havarí en þetta er í fyrsta sinn sem hún heldur einkasýningu í Havarí og er það mikill heiður og mikil gleði að fá Lóu og list hennar í Álfheimana.

Boðið verður upp á léttar veitingar og skemmtiatriði á opnuninni sem stendur frá klukkan 17-19, fimmtudaginn 3. október.

Frá 4. október verður Havarí opið frá klukkan 12-18 alla virka daga og á laugardögum frá klukkan 12-15.

Öll velkomin!

///

The multitaks artist Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir will open an exhibition at Havarí, Álfheimum 6, on October 3rd.


The exhibition will run through Christmas. Lóa's works are known for being vibrant and provocative. Lóa is a visual artist, illustrator, comic artist, humorist, writer, musician, and karaoke host.

The exhibition will feature prints, paintings, sculptures, and all sorts of other random craziness for sale.

Lóa, who is also a member of the band FM Belfast, has had a strong connection to Havarí from the beginning. FM Belfast was the house band at Havarí when it was a concert venue at Karlsstaðir in Berufjörður. Lóa and Svavar Pétur Eysteinsson, known as Prins Póló, were childhood friends, and Lóa had a significant influence on Svavar’s life and art. She was also a member of the band Prins Póló for a time. Lóa has participated in group exhibitions at Havarí, but this is her first solo exhibition at Havarí, and it is a great honor and joy to have her and her art at Álfheimar.

Light refreshments and entertainment will be offered at the opening, which will take place from 5:00 to 7:00 p.m. on Thursday, October 3rd.

From October 4th, Havarí will be open from 12:00 to 6:00 p.m. on weekdays and from 12:00 to 3:00 p.m. on Saturdays.

Everyone is welcome!

 

 

Back to blog