Havarí er flutt

Havarí er flutt

Kæru vinir og velunnarar!

Rótleysið sem hefur fylgt Havarí frá því áður en það var stofnað hreiðraði um sig enn og ný og er Havarí er nú komið aftur í Faxafen 10. Við nutum okkar í Álfheimunum þar sem við héldum fullt af tónleikum og myndlistarsýningum og flissuðum við vinum okkar í Farva. Nú ætlum við aðeins að leita inn á við og verðum fyrst og fremst vefbúð en munum reglulega auglýsa viðveru í Faxafeni með stuttum fyrirvara. Endilega fylgist með hér og á Instagram. 

Bestu kveðjur,
Berglind Häsler

Back to blog