Haustpeysufögnuður Havarí

Haustpeysufögnuður Havarí

Haustpeysufögnuður Havarí verður haldinn í Bíó Paradís 29. nóvember. Þar munu Benni Hemm Hemm og Kórinn frumflytja lag sem Benni samdi sérstaklega fyrir Haustpeysuverkefni Havarí. 
Haustpeysa Prins Póló hefur verið þróuð sem prjónauppskrift í samstarfi við Ístex og er nú fáanleg í prjónapakka sem hefur slegið í gegn.

Haustpeysan var hönnuð árið 2021 af Svavari Pétri Eysteinssyni, Prins Póló og Sigrúnu Höllu Unnarsdóttur og hefur verið framleidd af prjónaverksmiðjunni Glófa í nokkrum litum. Tveir nýir litir bættust í flóruna nú í haust.

Haustpeysufögnuðurinn stendur yfir frá 14:00 - 16:00. Hægt verður að kaupa prjónapakka á staðnum og vélprjónuðu peysurnar verða á 20% afslætti. 

Við hvetjum fólk til að mæta í sinni uppáhalds haustpeysu og grípa með sér prjónana.

Hluti af ágóða verkefnisins rennur í Minningarsjóð Svavars Péturs Eysteinssonar. Sjóð sem styrkir árlega skapandi fólk með stórar hugmyndir.

Saga Haustpeysunnar

Í fyrndinni hóaði Svavar Pétur Eysteinsson saman vinum og vandamönnum, sem hittust í uppáhalds haustpeysunum sínum á Óðinstorgi. Var þetta gert til heiðurs lagsins Autumn Sweater með bandarísku hljómsveitinni Yo La Tengo. Þetta grín vatt heldur betur upp á sig, því nokkru síðar hafði Svavar Pétur hannað sína eigin haustpeysu, svo hannaði hann nýjar útgáfur af henni - og svo varð til sú hefð að gefa út haustpeysulag þegar ný peysa var tilbúin og sett á markað.

Haustpeysufögnuður

Hvar: Bíó Paradís
Hvenær: 29. nóvember
Klukkan hvað: 14:00-16:00
Ókeypis inn
Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Glatt og Bíó Paradís
Back to blog