Haustpeysa Prins Póló nú fáanleg sem prjónapakki

Haustpeysa Prins Póló nú fáanleg sem prjónapakki

Haustpeysa Prins Póló fæst nú í forsölu sem prjónapakki. Við höfum unnið að því í nokkurn tíma að gera prjónauppskrift af Haustpeysu Prins Póló; í samstarfi við Ístex og Sæunni Þórðardóttur listrænan stjórnanda og yfirspinnara og Katrínu Björku Sigríðardóttur, yfirprjónara. Þetta hefur verið ótrúlega skemmtilegt og gefandi verkefni þar sem núvitundin hefur verið í hámarki. Við erum enn að ganga frá nokkrum lausum endum en afhendum pantanir í nóvember. 
Benni Hemm Hemm er búinn að semja lag fyrir verkefnið; Haustpeysan mín. Lagið verður frumflutt á Haustpeysufögnuði í Bíó paradís 29. nóvebember og þar verður einnig kynning á verkefninu. 

Hluti af ágóðanum rennur í Minningarsjóð Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló. 

Back to blog